Poulsen kominn í bann - sá fyrsti í 12 ár

Yussuf Poulsen er kominn í bann.
Yussuf Poulsen er kominn í bann. AFP

Danski landsliðsmaðurinn Yussuf Poulsen er kominn í leikbann og missir af síðasta leik Dana í riðlakeppninni á HM í knattspyrnu þegar þeir mæta Frökkum.

Poulsen fékk að líta sitt annað gula spjald á HM þegar hann fékk boltann í höndina rétt við vítapunktinn í leik Dana og Ástrala sem nú stendur yfir. Vítaspyrna var dæmt sem Ástralar skoruðu úr.

Poulsen er fyrsti leikmaðurinn sem fær dæmdar á sig tvær vítaspyrnur á HM síðan Serbinn Milan Dudic gerði það á HM 2006 en það var einnig dæmd vítaspyrna á Danann í leiknum gegn Perú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert