Æskan gegn elli?

Alex Iwobi er bráðefnilegur leikmaður Nígeríumanna.
Alex Iwobi er bráðefnilegur leikmaður Nígeríumanna. AFP

Af orðum landsliðsþjálfara Nígeríu í gær að dæma lítur liðið á HM í Rússlandi sem undirbúning og skóla fyrir sitt unga lið sem geti verið upp á sitt besta á næsta heimsmeistaramóti, í Katar eftir fjögur ár. Nígería mætir Íslandi í dag kl. 15 að íslenskum tíma hér í Volgograd.

Þjóðverjinn Gernot Rohr hefur stýrt liði Nígeríu síðustu tvö ár og teflir fram yngsta leikmannahópnum á HM í ár. Aðalmarkvörður liðsins er til að mynda hinn 19 ára gamli Francis Uzoho. Wilfred Ndidi og Oghenekaro Etebo gætu spilað aftast á miðjunni, 21 og 22 ára gamlir, og sóknarmennirnir Kelechi Iheanacho og Alex Iwobi eru á sama aldri.

Til samanburðar þá eru Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson einu útileikmenn Íslands sem yngri eru en 24 ára, og hvorugur er sérstaklega líklegur til að spila á mótinu. Í hefðbundnu byrjunarliði Íslands er Hörður Björgvin Magnússon yngstur, 25 ára, en flestir byrjunarliðsmanna eru um og yfir þrítugt.

Sjá greinina í heild sinni og umfjöllun um HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »