Höfðu breytingar í huga

Gylfi Þór Sigurðsson fremstur í flokki á æfingu í Volgograd …
Gylfi Þór Sigurðsson fremstur í flokki á æfingu í Volgograd í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn við Nígeríu í dag hófst ekki um síðustu helgi, eftir 1:1-jafnteflið við Argentínu og 2:0-tap Nígeríu gegn Króatíu. Hann var þá löngu hafinn og allan tímann virðist hafa verið stefnan að breyta uppstillingu íslenska liðsins á milli þessara tveggja leikja.

Meiðsli Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem tók engan þátt í lokaæfingu Íslands fyrir leikinn, ekki frekar en í æfingum vikunnar, þýða að minnst ein breyting verður á íslenska liðinu. Jafnvel þótt Jóhann væri heill heilsu hefði liðinu verið breytt, ef ég skildi orð Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara rétt á blaðamannafundi í gær.

„Við vorum alltaf búnir að vera með eitthvert plan í huga og það verða örugglega einhverjar breytingar. Við höfðum alltaf haft það í huga. Ég vil auðvitað ekkert gefa upp hverjar og hve miklar breytingarnar verða,“ sagði Heimir.

Ég tel að hann muni bæta við öðrum framherja með Alfreð Finnbogasyni og hafa Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson tvo saman á miðjunni. Kannski er mikið lagt á þá tvo, sérstaklega Aron fyrirliða, því báðir hafa af elju og dug unnið sig í gegnum meiðsli rétt fyrir heimsmeistaramótið, en Gylfi hefur sýnt að hann er klár í 90 mínútur og hljóðið í Aroni er einnig gott:

Sjá greinina í heild sinni og umföllun um HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert