Köstuðu flösku í höfuðið á landsliðsþjálfaranum

Stuðningsmenn argentínska landsliðsins í knattspyrnu voru æfir af reiði út í landsliðsþjálfarann Jorge Sampaoli í leiknum gegn Króötum  á HM í gær þar sem Króatar tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslitin með öruggum 3:0 sigri.

„Þú ert einskis virði,“ öskruðu þeir á Sampaoli og sumir gengu svo langt að kasta ýmsu lauslegu í átt að landsliðsþjálfaranum og lenti til að mynda ein flaska í höfði Sampaoli.

Sampaoli bað argentínsku þjóðina afsökunar eftir leikinn en starf hans hangir á bláþræði og spurning hvort Argentínumenn verði búnir að skipta um mann í brúnni áður en þeir mæta Nígeríumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn.

Jorge Sampaoli.
Jorge Sampaoli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert