Magakveisa í herbúðum Svía

Leikmenn sænska landsliðið á æfingu í Sochi.
Leikmenn sænska landsliðið á æfingu í Sochi. AFP

Magakveisa hefur herjað á leikmenn sænska landsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi fyrir leik þess á móti heimsmeisturum Þjóðverja.

Þrír leikmenn úr sænska landsliðshópnum fóru ekki með liðinu til Sochi, varnarmennirnir Pontus Jansson og Filip Helander ásamt miðjumanninum Marcus Rohden. Þeir voru skildir eftir í Gelendzhik þar sem sænska landsliðið er með bækistöðvar sínar. Gelendzhik er örstutt frá Kabardinka þar sem íslenska landsliðið er með sínar bækistöðvar við Svartahafið.

Svíar vonast til að leikmennirnir þrír jafni sig í tæka tíð fyrir leikinn á móti Þjóðverjum. Svíar lögðu S-Kóreumenn 1:0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar en Þjóðverjar töpuðu 1:0 fyrir Mexíkóum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert