Messi hefur hlaupið minnst allra

Messi gengur niðurlútur af velli eftir tapið gegn Króötum í …
Messi gengur niðurlútur af velli eftir tapið gegn Króötum í gær. AFP

Lionel Messi, fyrirliði Argentínumanna, er sá útileikmaður sem hefur hlaupið minnst allra leikmanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi.

Þetta kemur fram í tölfræði hjá FIFA. Messi hljóp samanlagt 7,61 kílómetra í 1:1 jafntefli Argentínu og Íslands og hann hljóp samanlagt 7,62 kílómetra þegar Argentínumenn steinlágu fyrir Króötum 3:0 í gær.

Messi hefur hlaupið næstum því tveimur kílómetrum minna en næsti maður sem hefur spilað allan tímann en fyrirliði Argentínumanna hefur mátt sætta mikilli gagnrýni fyrir slaka frammistöðu argentínska liðsins á HM.

Í fyrstu tveimur leikjum Argentínumanna hefur Messi aldrei náð að hlaupa hraðar en á 27,43 km hraða á klukkustund en Cristiano Ronaldo er sá leikmaður á HM sem hefur náð mestum hraða, 34 km hraða á klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert