Ragnar var saumaður eftir leik

Ragnar Sigurðsson fékk skurð á höfuðið í leiknum gegn Nígeríu …
Ragnar Sigurðsson fékk skurð á höfuðið í leiknum gegn Nígeríu í dag. AFP

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu fékk höfuðhögg í 2:0 tapi Íslands gegn Nígeríu í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótsins í Volgograd í kvöld. Ahmed Musa, markaskorari í Nígeríu í leiknum rak hné sitt í hnakkann á Ragnar eftir að hann hafði komið Nígeríu yfir á 49. mínútu.

Læknateymi íslenska landsliðsins gerði að meiðslum Ragnars og tók það nokkrar mínútur en hann fékk skurð á höfuðuð. Hann var heftaður saman en eftir að hann fann fyrir svima, síðar í leiknum var ákveðið að taka hann af velli.

Ragnar var svo saumaður eftir leik en óvíst er með þátttöku hans í lokaleik Íslands í D-riðlinum .ann 26. júní næstkomandi í Rostov. Ekki hefur ennþá verið staðfest hvort hann hafi fengið heilahristing en Ísland er sem stendur í þriðja sæti D-riðils með 1 stig og verður að vinna Króatíu til þess að eiga möguleika á því að fara áfram í sextán liða úrslit keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert