Þurfum að rífa okkur í gang

Heimir Hallgrímsson var svekktur í leikslok.
Heimir Hallgrímsson var svekktur í leikslok. AFP

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn góður hjá okkur. Við vissum að þeir þyrftu að sækja og að fara með 0:0 inn í hálfleikinn var eitthvað sem við vorum að vonast eftir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu í samtali við RÚV eftir 2:0 tap liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótsins í Volgograd í dag.

Það var Ahmed Musa sem skoraði bæði mörk Nígeríu í síðari hálfleik en íslenska liðið er nú í þriðja sæti D-riðils með 1 stig, líkt og Argentína en Króatía er á toppi riðilsins með 6 stig og Nígería er í öðru sætinu með 3 stig. Ísland þarf því að vinna Króata í lokaleik sínum í riðlinum, 26. júní næstkomandi í Rostov og treysta á að Nígería tapi stigum gegn Argentínu.

„Þeir fá mark eftir hornspyrnu frá okkur. Menn gera einstaklingsmistök sem er ólíkt okkur og þegar að þeir komast yfir þá eru þeir komnir í ákveðna draumastöðu. Þeir eru með mjög hættulegt skyndisóknarlið. Ég var að vonast eftir meiri orku í okkar liði en það er erfitt að spila í þessum hita og vera fram og tilbaka allan tímann.“

Það var Ahmed Mousa sem skoraði bæði mörk Nígeríu í síðari hálfleik en íslenska liðið er nú í þriðja sæti D-riðils með 1 stig, líkt og Argentína en Króatía er á toppi riðilsins með 6 stig og Nígería er í öðru sætinu með 3 stig. Ísland þarf því að vinna Króata í lokaleik sínum í riðlinum, 26. júní næstkomandi í Rostov og treysta á að Nígería tapi stigum gegn Argentínu.

Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í leiknum í dag.
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í leiknum í dag. AFP

Gefum allt í leikinn gegn Króötum

Þrátt fyrir tapið var Heimir sáttur með vinnusemi sinna manna í leiknum í dag. 

„Ég vil hrósa strákunum fyrir dugnað og vinnusemi. Þeir voru að reyna, allan tímann en Nígería er með frábært lið, sérstaklega þegar að þeir eru komnir í stöðu sem þeim líður vel í. Fyrsta markið sem við fáum á okkur breytti leiknum, það er ekkert flóknara en það. Þá þurftum við að færa okkur framar og þá opnuðumst við aðeins tilbaka.“

Heimir segir að það komi ekkert annað til greina en að koma sér aftur í stand fyrir leikinn gegn Króatíu.

„Við vorum ekki að skapa okkur mikið en mér leið vel í stöðunni 0:0 og ég hefði viljað halda henni. Auðvitað fór mikil orka í þennan leik og núna þurfum við að safna kröftum. Við þurfum að vinna Króatíu og það er ekki alveg staðan sem við vildum vera í. Þeir eru að spila frábærlega  en við munum gefa allt í þann leik og við sjáum hvert það fer með okkur. Það er ekkert annað að gera en að rífa sig í gang og vinna Króatana,“ sagði Heimir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert