Belgískur sigur í markaveislu

Belgar fagna öðru marki Lukaku og þriðja marki sínu í …
Belgar fagna öðru marki Lukaku og þriðja marki sínu í dag. AFP

Belgar eru svo gott sem öruggir með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi eftir 5:2-sigur á Túnis í fjörugum leik í G-riðli.

Eden Hazard skoraði af vítapunktinum áður en Romelu Lukaku bætti við öðru marki í upphafi leiks og stefndi í nokkuð þægilegan belgískan sigur. Dylan Bronn skoraði svo skallamark á 18. mínútu til að minnka muninn fyrir Túnis en það dugði skammt.

Belgar fóru aftur upp um gír og bættu við mörkum. Romelu Lukaku skoraði annað mark sitt og það fjórða á mótinu rétt fyrir hálfleik. Eden Hazard skoraði svo aftur í upphafi síðari hálfleiks áður en Michy Bathshuayi kórónaði frammistöðu Belga með fimmta markinu í uppbótartíma.

Whabi Khazri átti eftir að klóra í bakkann með sárabótamarki rétt fyrir leikslok en Túnismenn eru svo gott sem úr leik, með ekkert stig og fjögur mörk í mínus eftir fyrstu tvo leikina. Belgar eru efstir með sex stig og næstir koma Englendingar með þrjú en þeir mæta stigalausu liði Panama á morgun.

Belgía 5:2 Túnis opna loka
90. mín. Michy Batshuayi (Belgía) skorar 5:1 - Tielemans lyftir boltanum inn í teig á fjærstöngina og nú klikkar Batshuayi ekki, rennir sér í boltann og stýrir honum í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert