Hefur áhyggjur af Ragnari Sigurðssyni

Ragnar Sigurðsson fær hnéð á Ahmed Musa í höfuðið þegar …
Ragnar Sigurðsson fær hnéð á Ahmed Musa í höfuðið þegar sá síðarnefndi skorar fyrra mark sitt í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Strákarnir stóðu sig frábærlega fram að markinu sem Nígería skoraði,“ sagði Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona.

„Mér fannst þeir missa aðeins hausinn eftir að þeir lentu undir og takturinn datt aðeins úr þessu. Það vantaði smá hraða í fremstu menn í seinni hálfleik og það virkaði á mann eins og þeir væru orðnir hálf-orkulausir. Mér fannst liðið sakna Jóhanns Bergs Guðmundssonar í gær því við vorum ekki nægilega ógnandi í sókn. Mér fannst hins vegar miðjumenn liðsins sem og varnarmennirnir standa sig frábærlega.

Ég hef miklar áhyggjur af Ragnari Sigurðssyni, varnarmanni liðsins. Hann fékk slæmt höfuðhögg og það kom mér mikið á óvart að hann skyldi ekki vera tekinn af velli um leið og hann meiddist,“ sagði Edda. 

Edda er ein af þremur álitsgjöfum sem leggja mat sitt á leik íslenska liðsins gegn Nígeríu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert