Hvílir þá leikmenn sem eru á gulu spjaldi

Ivan Rakitic er einn af leikmönnum Króata sem er á ...
Ivan Rakitic er einn af leikmönnum Króata sem er á gulu spjaldi. AFP

Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu hefur gefið það út að hann ætli að hvíla þá leikmenn sem eru á gulu spjaldi þegar Króatar mæta Íslendingum í lokaumferðinni í D-riðlinum á HM í knattspyrnu í Rostov á þriðjudaginn.

Þeir leikmenn eru á gulu spjaldi Ivan Rakitic, Mario Mandzukic, Sime Vrsaljko og Ante Rebic munu ekki spila leikinn,“ sagði Dalic en Króatar eru þegar búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum.

„Ég vil að við endum í toppsæti riðilsins en við þurfum að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Dalic.

John Obi Mikel fyrirliði Nígeríumanna er ekki sáttur við að Króatar ætli ekki að tefla fram sínu sterkasta liði en Nígería, Ísland og Argentína slást um að fylgja Króatíu í 16-liða úrslitin.

mbl.is