Mexíkó nálgast 16 liða úrslitin

Javier Hernández skoraði síðara mark Mexíkó.
Javier Hernández skoraði síðara mark Mexíkó. AFP

Mexíkó er komið með aðra löppina í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi eftir 2:1-sigur á Suður-Kóreu í Rostov í dag. Carlos Vela og Javier Hernández komu Mexíkóum í 2:0 áður en Heung-Min Son minnkaði muninn í uppbótartíma.

Vela kom Mexíkó yfir er hann skoraði af öryggi úr víti á 26. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks, þrátt fyrir fín færi Mexíkóa. Annað markið kom loks á 66. mínútu og það skoraði Javier Hernández og var það 50. landsliðsmark framherjans. 

Tottenham-maðurinn Heung-Min Son minnkaði muninn með glæsilegu marki í uppbótartíma en það reyndist aðeins sárabót. Mexíkóar unnu Þjóðverja í fyrsta leik og eru með sex stig eftir tvo leiki og nánast öryggir áfram. Suður-Kóra er hins vegar nánast úr leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert