Sá fyrsti á eftir Maradona

Romelu Lukaku að skora gegn Túnis í dag.
Romelu Lukaku að skora gegn Túnis í dag. AFP

Romelu Lukaku framherji belgíska landsliðsins og Manchester United jafnaði í dag árangur argentínsku goðsagnarinnar Diego Maradona frá HM 1986.

Lukaku er sá fyrsti frá HM 1986 sem skorar tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð en hann er búinn að skora tvö mörk í leiknum á móti Túnis sem nú stendur yfir.

Lukaku skoraði skoraði annað og þriðja mark Belga sem eru 4:1 yfir þegar þetta er skrifað og hann fór síðan af velli eftir klukkutíma leik.

Lukaku skoraði einnig tvö mörk í 3:0 sigur Belga á móti Panama og er búinn að jafna Marc Wilmots yfir flest mörk Belga í úrslitakeppni HM en báðir hafa þeir skorað 5 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert