Það er bara áfram gakk

Aron Einar Gunnarsson í leiknum gegn Nígeríu.
Aron Einar Gunnarsson í leiknum gegn Nígeríu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru leiðinleg úrslit og svekkelsi ríkir eðlilega hjá okkur vegna þeirra,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 2:0 tap fyrir landsliði Nígeríu í Volgograd í gær.

Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin í síðari hálfleik. Þeir hafa þrjú stig eftir tvo leiki, íslenska liðið eitt eins og Argentína en Króatar sitja í efsta sæti með sex stig og eru þegar öruggir um sæti í 16-liða úrslitum.

Von íslenska liðsins um sæti í 16-liða úrslitum er hinsvegar ekki úr sögunni. Sigur á Króatíu í lokaumferðinni nægir að því tilskildu að Argentína vinni Nígeríu á sama tíma. Lokaleikirnir tveir í riðlinum fara fram síðdegis á þriðjudag.

„Nú er staðan sú að við verðum að vinna okkar lokaleik og um leið að vona það besta,“ sagði Aron Einar í samtali við Morgunblaðið í Volgograd. „Næsta skref er að rýna í hvað fór úrskeiðis að þessu sinni, læra af því og búa okkur um leið undir næstu viðureign. Það er bara áfram gakk og fram með kassann,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn.

Sá viðtalið í heild og umfjöllun um HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert