Vonin snardofnaði í Volgograd

Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson í baráttunni …
Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson í baráttunni í Volgograd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vonin um að Ísland komist áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu dofnaði verulega þegar liðið tapaði 2:0 í hitastækju í Volgograd í gær. Eftir flottan fyrri hálfleik féll Ísland illa í gólfið í seinni hálfleiknum og þarf nú að treysta á aðstoð frá Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu til að komast upp úr D-riðlinum.

Dæmið er einfalt. Ísland þarf nú að vinna Króatíu á þriðjudag og treysta á að Nígería vinni ekki Argentínu á sama tíma. Vinni Argentína má sá sigur ekki vera stærri en sigur Íslands, en geri Argentína og Nígería jafntefli þarf Ísland að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun.

Staðan gæti verið skárri og jafnvel allt önnur ef Gylfi hefði nýtt vítaspyrnu sem Alfreð krækti í tíu mínútum fyrir leikslok, þegar staðan var orðin 2:0, en hún fór í súginn og í fyrsta sinn á stórmóti mistókst Íslandi að skora mark.

Leikurinn minnir að vissu leyti á annan leik Íslands á EM fyrir tveimur árum, gegn Ungverjum. Þá gat Ísland tryggt sig upp úr sínum riðli með sigri og sigur í gær hefði farið langt með að tryggja liðinu sömu góðu örlög í Rússlandi. Aftur nýttu strákarnir okkar ekki tækifærið og skorti hreinlega þá ákefð og orku sem einkenndi frábæra frammistöðu þeirra gegn Argentínu í fyrsta leik, hverju sem um er að kenna.

Sjá greinina í heild sinni og umfjöllun um HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert