„Þið vitið jafnmikið og ég“

Kári Árnason ræddi við fjölmiðla í Kabardinka í morgun.
Kári Árnason ræddi við fjölmiðla í Kabardinka í morgun. mbl.is/Eggert

Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, var í síðustu viku sagður á leið til tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins BB Erzurumspor.

Það var tyrkneski miðillinn Sabah sem sagði að Kári væri á leið til félagsins en Kári sagðist ekkert vita um málið, aðspurður á blaðamannafundi í dag. Hann gekk í raðir Víkings R. fyrir HM og gæti því spilað í Pepsi-deildinni eftir mótið:

„Að öllu óbreyttu þá geri ég það. Það er aldrei að vita nema eitthvað gerist, en ég held ekkert niður í mér andanum,“ sagði Kári, og var þá spurður frekar um orðróminn í Tyrklandi: „Þið vitið jafnmikið og ég um það.“

Kári er aldursforseti íslenska hópsins, 35 ára gamall, og var spurður hvort hann sæi fyrir sér að geta spilað á þriðja stórmótinu, EM eftir tvö ár:

„Ég veit ekkert um það. Í dag líður mér mjög vel, og hef bara spilað þetta svolítið eftir eyranu, ár frá ári. Mér líður mjög vel í dag og það er það sem ég hugsa um,“ sagði Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert