Liðin sem eru komin áfram og eru úr leik

Englendingar eru komnir í 16-liða úrslitin en hér fagna þeir …
Englendingar eru komnir í 16-liða úrslitin en hér fagna þeir marki gegn Panama. AFP

Þegar tveimur umferðum er lokið í riðlakeppni HM í knattspyrnu í Rússlandi hafa sex þjóðir tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Liðin sem eru komin áfram eru Rússland, Úrúgvæ, Frakkland, Króatía, England og Belgía.

Svona er staðan í riðlunum:

A-riðill:

Rússland og Úrúgvæ er komin áfram. Egyptaland og Sádi-Arabía eru úr leik.

B-riðill:

Spánn, Portúgal og Íran berjast um tvö efstu sætin. Marokkó er úr leik.

C-riðill:

Frakkland er komið áfram en Danmörk og Ástralía berjast um að komast áfram. Perú er úr leik.

D-riðill:

Króatía er komið áfram. Nígería, Ísland og Argentína eiga öll möguleika á að komast áfram.

E-riðill:

Brasilía, Sviss og Serbía eiga öll möguleika á að komast áfram. Kostaríka er úr leik.

F-riðill:

Mexíkó, Þýskaland, Svíþjóð og Suður-Kórea eiga öll möguleika á að komast áfram.

G-riðill:

England og Belgía eru komin áfram. Túnis og Panama eru úr leik.

H-riðill:

Japan, Senegal og Kólumbía eiga öll möguleika á komast áfram. Pólland er úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert