Passa mig að vera aldrei með símann á mér

Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundinum á Rostov Arena í morgun.
Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundinum á Rostov Arena í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningur Heimis Hallgrímssonar við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en hann hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2016 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Lars Lagerbäck í tvö ár og næstu tvö árin þar á eftir með honum í starfinu.

Heimir var spurður af því á fréttamannafundinum í dag hvort hann sé búinn að fá einhver símtöl.

„Nei, það er ágætt að þú spyrjir að þessu. Ég passa mig að vera aldrei með símann á mér. Við einbeitum okkur 100 prósent að þessu verkefni, það er það stórt.

Við erum að undirbúa okkur, ekki bara fyrir þennan leik heldur framtíðina," sagði Heimir og talar svo um Þjóðadeildina, Meistaradeild landsliða eins og hann kallar hana, og framhaldið eftir HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert