Þeir eyðilögðu fríið fyrir okkur

Milan Badelj á fundinum í dag.
Milan Badelj á fundinum í dag. AFP

„Eftir undanfarin ár þá erum við farnir að þekkja íslenska liðið og þeir þekkja okkur. Þeir eyðilögðu fríið fyrir okkur, því við töpuðum fyrir þeim í fyrrasumar. Ég er viss um að við finnum leið til að vinna og bæta fyrir tapið í Reykjavík,“ sagði Milan Badelj leikmaður króatíska landsliðsins á fréttamannafundi í Rostov Arena í dag en þar mætast Króatía og Ísland í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í knattspyrnu á morgun.

Badelj var spurður frekar út í það að króatíska liðið verði ekki með sitt sterkasta lið í leiknum gegn Íslendingum;

„Ég held að við getum ekki skipt okkur af því sem aðrir segja og vera að hugsa um það. Öll lið í heimsmeistarakeppni vilja horfa fram á við, og vera í okkar stöðu á þriðja leikdegi. Þjálfarinn okkar undirbýr liðið á sem bestan hátt,“ sagði Badelj.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert