Cavani skaut Úrúgvæ áfram

Edinson Cavani skoraði fyrsta markið.
Edinson Cavani skoraði fyrsta markið. AFP

Úrúgvæ er komið áfram í 8-liða úrslit á HM í Rússlandi eftir 2:1-sigur á Portúgal í Sotsjí í síðari leik dagsins í 16-liða úrslitunum. Edinson Cavani skoraði bæði mörk Úrúgvæa og tryggði liðinu leik gegn Frökkum næstkomandi þriðjudag.

Úrúgvæar byrjuðu af krafti og Cavani skoraði strax á 7. mínútu með skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Luis Suárez. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks, þrátt fyrir nokkra pressu hjá Portúgölum. 

Pressan jókst í byrjun síðari hálfleiks og að lokum skoraði Pepe verðskuldað jöfnunarmark með skalla á 55. mínútu. Portúgalar voru líklegir til að bæta við marki næstu mínútur og kom það nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Cavani skroraði annað markið sitt með glæsilegu innanfótarskoti utan teigs á 62. mínútu.

Portúgalar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en illa gekk að skapa alvöru marktækifæri og Suður-Ameríkuþjóðin hélt út.  

Úrúgvæ 2:1 Portúgal opna loka
90. mín. Leik lokið Úrúgvæ fer áfram og leikur við Frakka á þriðjudaginn.
mbl.is