Collymore sér mest á eftir Íslandi

Stan Collymore á Laugardalsvelli.
Stan Collymore á Laugardalsvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og fjölmiðlamaðurinn Stan Collymore segist helst sakna Íslands og Perú í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi.

Collymore var spurður út í þetta á Twitter í dag. Svarið hans var á þessa vegu: „Peru og Ísland eru jöfn. Stuðningsmenn Perú voru magnaðir. Þar er heil kynslóð sem hefur aldrei upplifað HM og hún naut þess í botn,“ skrifaði hann um Perú, áður en hann hélt áfram um Ísland. 

„Það er mikill klassi hjá Íslandi og þar eru hlutirnir gerðir rétt, allt frá yngri flokka starfi upp í landsliðin,“ skrifaði Englendingurinn, sem heimsótti Ísland á síðasta ári og horfði á liðið vinna Kósovó og tryggja sér sæti í lokakeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert