Löw heldur áfram með Þjóðverja

Joachim Löw,
Joachim Löw, AFP

Þýska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að Joachim Löw muni halda áfram starfi sínu sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu næstu árin eða þar til samningur hans rennur út árið 2022.

Þjóðverjar, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, komust ekki áfram upp úr riðlinum og þegar í stað hófst umræða um það hvort Löw yrði látinn fara en þýska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að Löw verði um kyrrt þrátt fyrir vonbrigðin í Rússlandi.

Löw hefur stýrt þýska landsliðinu frá árinu 2006 og undir hans stjórn hömpuðu Þjóðverjar heimsmeistaratitlinum í Brasilíu fyrir fjórum árum, höfnuðu í þriðja sæti á HM 2010, í öðru sæti á EM 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert