Er miklu hæfileikaríkari en ég

Paul Pogba og Kylian Mbappe.
Paul Pogba og Kylian Mbappe. AFP

Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappé stal senunni í 4:3 sigri Frakka á Argentínumönnum í gær í 16-liða úrslitum HM sem fram fer í Rússlandi. Hann skoraði tvö mörk, fiskaði vítaspyrnu og var sífellt ógnandi enda býr hann yfir hraða sem fæstir aðrir hafa þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall, fæddur 1998.

„Kylian er miklu hæfileikaríkari en ég. Sjáið þið hvað hann er að gera? Nei, ég hafði aldrei þessa hæfileika,“ sagði liðsfélagi hans Paul Pogba í franska landsliðinu. Búist er við miklu af Mbappé. Pogba þekkir slíka pressu betur en flestir 23 ára gamall var hann keyptur frá Juventus til Manchester United á metfé á þeim tíma, 89 milljónir punda.

„Hann hefur svo mikinn hraða. Hann er framherji. Það er ekki hægt að bera hann saman við mig,“ sagði Pogba um liðsfélaga sinn við Goal.com.

Mbappé er 19 ára gamall, leikur með Paris Saint Germain og hefur skorað þrjú á HM og varð fyrsti táningurinn til þess að skora tvö mörk á HM í 60 ár en Brasilíumaðurinn Pele var síðastur til þess að afreka það árið 1958.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert