Sló leiðinlegt met

Rússinn Sergey Ignashevitsj horfir á boltann í eigin marki en …
Rússinn Sergey Ignashevitsj horfir á boltann í eigin marki en Sergio Ramos fagnar markinu sem sínu enda átti hann stóran þátt í því í og var í baráttunni við Ignashevitsj. AFP

Rússinn Sergei Ignashevitsj skráði nafn sitt í sögubækurnar í dag fyrir heldur leiðinlegar sakir er hann skoraði sjálfsmark þegar Spánn komst í 1:0 gegn Rússlandi í leik þjóðanna í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. 

Ignashevitsj var 38 ára gamall og 352 daga gamall er hann setti knöttinn í eigið mark sem gerir hann að elsta leikmanni sögunnar til þess að skora sjálfsmark á heimsmeistaramótinu.

Hann fæddist 14. júlí 1979 og var því þriggja ára gamall er heimsmeistaramótið fór fram á Spáni árið 1982.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert