Subasic hetja Króata í vítaspyrnukeppni

Daniel Subasic reyndist hetja Króata er hann varði í þrígang í vítaspyrnukeppni gegn Danmörku í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Nizhnij Novgorod í Rússlandi kvöld. Króatar unnu vítakeppnina 3:2 eftir að leikur liðanna endaði 1:1 eftir framlengingu.

Það tók Dani rétt rúmar 60 sekúndur að brjóta ísinn. Jonas Knudsen átti þá langt innkast sem barst til Mathias Jörgensen sem skoraði með skalla. Króatar svöruðu þó um hæl og skoraði Mario Mandzukic jöfnunarmark aðeins örfáaum mínútum síðar eða á 4. mínútu.

Þessi ótrúlega byrjun var þó ekki merki um hvað koma skyldi. Liðunum gekk herfilega að skapa sér færi eftir þetta og var leikurinn ansi bragðdaufur allt til enda. Að lokum þurfti að grípa til framlengingar og var þar áfram fátt um fína drætti þó Danir væri skárri og nær því að kreista fram sigurmark.

Það voru hins vegar Króatar sem fengu tækifærið til að stela sigri undir lok framlengingarinnar þegar Jörgensen braut á Ante Rebic inn í teig og vítaspyrna var dæmd. Luka Modric steig á punktinn en spyrna hans var slök og Kasper Schmeichel varði örugglega.

Það þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Daniel Subasic í marki Króatíu reyndist hetjan er hann varði í þrígang frá Dönum. Króatar mæta því Rússlandi í 8-liða úrslitunum.

Daniel Subašić reyndist hetja Króata er hann varði í þrígang …
Daniel Subašić reyndist hetja Króata er hann varði í þrígang í vítaspyrnukeppni gegn Danmörku. AFP
Andreas Cornelius og Marcelo Brozovic berjast í leiknum í kvöld.
Andreas Cornelius og Marcelo Brozovic berjast í leiknum í kvöld. AFP
Króatía 4:3 Danmörk opna loka
120. mín. Lasse Schöne (Danmörk) skorar ekki úr víti 2:2
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert