Marcelo byrjar á bekknum

Brasilíski bakvörðurinn Marcelo mun byrja á bekknum þegar Brasilía mætir Mexíkó í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Í hans stað mun Felipe Luis leika í stöðu vinstri bakvarðar. Þetta kom fram á fréttamannafundi brasilíska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga sem byrjar klukkan 14:00 í dag.

„Já við höfum tilkynnt liðið. Það verður það sama og kláraði leikinn á móti Serbíu.“ sagði Tite þjálfari Brasilíu.

Marcelo, sem er þrítugur og spilar með Real Madrid, þurfti að fara snemma af velli í leiknum á móti Serbíu í riðlakeppninni en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða sem tengd hafa verið við dýnuna á hótelinu.

Bakvörðurinn Marcelo mun byrja á bekknum vegna bakmeiðsla sem hafa ...
Bakvörðurinn Marcelo mun byrja á bekknum vegna bakmeiðsla sem hafa verið tengd við dýnuna á hótelherberginu. AFP
mbl.is