Býðst til að þjálfa Argentínumenn frítt

Maradona ásamt unnustu sinni á HM í Rússlandi.
Maradona ásamt unnustu sinni á HM í Rússlandi. AFP

Hinn skrautlegi Diego Maradona, ein af goðsögnum fótboltans, hefur boðist til að taka við þjálfun argentínska landsliðsins í knattspyrnu án þess að þiggja greiðslu fyrir það.

Frá þessu greindi Maradona í sjónvarpsþætti í Venesúela en Maradona fylgdist grannt með sínum mönnum á HM í Rússlandi sem féllu úr leik í 16-liða úrslitunum þegar þeir töpuðu fyrir Frökkum 4:3 í frábærum leik.

Maradona er ekki alveg ókunnugur landsliðsþjálfarastarfinu en hann stýrði argentínska landsliðinu frá 2008 til 2010. Argentína tapaði fyrir Þýskalandi 4:0 undir hans stjórn á HM í S-Afríku 2010 en hann var rekinn úr starfi mánuði síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert