Frumraun í 16-liða úrslitum HM

Þrátt fyrir að vera 31 árs gamall þá mun miðjumaðurinn Gustav Svensson í fyrsta sinn fá tækifæri í byrjunarliði í mótsleik fyrir sænska landsliðið í knattspyrnu í dag. Frumraunin verður í sannkölluðum stórleik, í 16-liða úrslitum á HM gegn Sviss, kl. 14 að íslenskum tíma.

Svensson hefur átt nokkuð óvenjulegan feril en hann fór frá IFK Gautaborg til Bursaspor í Tyrklandi árið 2010, og hefur einnig spilað í Úkraínu, Kína og svo í Bandaríkjunum með Seattle Sounders síðustu tvö ár. Í viðtali við Aftonbladet segir hann landsliðsþjálfarann Janne Andersson einfaldlega hafa meiri trú á sér en forveri hans, Erik Hamrén: „Ég er svona týpa af leikmanni sem sumir þjálfarar kunna við en aðrir ekki,“ sagði Svensson.

Sænskir fjölmiðlar fullyrða að það verði hann sem fylli skarð Sebastians Larssons sem tekur út leikbann í leiknum í dag. Í seinni leik dagsins, kl. 18, mætast Kólumbía og England.

Gustav Svensson.
Gustav Svensson. AFP
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »