Höfum vanmetið Svía í mörg ár

Gareth Southgate og Eric Dier fagna.
Gareth Southgate og Eric Dier fagna. AFP

„Þetta er frábært og mér finnst við eiga þetta skilið. Við spiluðum vel í 90 mínútur og gerðum vel í að gleyma vonbrigðunum sem fylgdu eftir jöfnunarmarkið,“ sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir sigurinn á Kólumbíu í vítaspyrnukeppni á HM í Rússlandi í kvöld. 

Með sigrinum tryggði England sér sæti í átta liða úrslitum þar sem Svíþjóð bíður. 

„Vítakeppnir eru erfiðar. Við höfum talað lengi um hvernig við ætlum að taka vítin og leikmennirnir náðu að halda ró sinni. Þetta var mjög sérstakt kvöld en nú hugsum við um leikinn við Svíþjóð. Við höfum ekki staðið okkur vel á móti Svíum því við höfum vanmetið þá í mörg ár,“ sagði Southgate. 

mbl.is