Kólumbíumenn voru rændir

Harry Kane fagnar í gærkvöldi.
Harry Kane fagnar í gærkvöldi. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Diego Maradona er allt annað en sáttur við Mark Geiger sem dæmdi leik Englands og Kólumbíu á HM í Rússlandi í gærkvöldi og segir hann Suður-Ameríkuþjóðina hafa verið rænda sigri í leiknum.

Englendingar unnu leikinn í vítaspyrnukeppni en staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1:1. Harry Kane skoraði mark Englands úr víti og var Maradona allt annað en sáttur við þann dóm. 

„Í dag sá ég rán á vellinum, þetta voru risastór mistök sem hefur mikil áhrif á Kólumbíu. Þessi dómari átti aldrei að fá svona stórt verkefni. Mér þykir þetta leiðinlegt, því ég fagnaði mikið þegar Kólumbía jafnaði," sagði Maradona í samtali við Telesur, sjónvarpsstöð í Venesúela. 

mbl.is