Suárez óttast fjarveru Cavani

Luis Suárez segir að það yrði mikill missir fyrir Úrúgvæ …
Luis Suárez segir að það yrði mikill missir fyrir Úrúgvæ ef félagi hans úr framlínunni, Edison Cavani, verður ekki orðinn leikfær. AFP

Luis Suárez segir að það yrði mikill missir fyrir Úrúgvæ ef félagi hans úr framlínunni, Edison Cavani, verður ekki orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Cavani meiddist á sköflungi í 2:1 sigri Úrúgvæ á Portúgal, þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins, og hefur ekki getað æft undanfarna daga. Læknisskoðun hefur þó leitt í ljós að meiðslin eru ekki mjög alvarleg.

„Cavani hefur sýnt hversu mikilvægur hann er fyrir landsliðið. Ég get ekki talað um hvernig honum gengur að jafna sig á meiðslunum en ég get þó sagt að hann mun leggja sig allan fram og gera allt sem þarf til þess að ná leiknum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert