Vitleysa að gagnrýna Neymar

Neymar hefur verð gagnrýndur fyrir leikaraskap.
Neymar hefur verð gagnrýndur fyrir leikaraskap. AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldo segir það tóma vitleysu að gagnrýna landa sinn Neymar. Ronaldo varð tvívegis heimsmeistari í fótbolta með þjóð sinni og Neymar er aðalstjarna brasilíska liðsins í dag.

Neymar hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir leikaraskap á mótinu, en Ronaldo er ekki sáttur við það. „Ég er ekki sammála því að hann dýfi sér. Hann er gáfaður leikmaður sem veit hvernig á að verja sig þegar hann er sparkaður niður. Dómarar eru ekki búnir að vera nægilega góðir í að vernda hann á mótinu,“ sagði Ronaldo. 

„Það er tóm vitleysa að gagnrýna hann svona, þetta eru sjónvarpsstöðvar og dagblöð sem vantar efni,“ bætti hann við. 

mbl.is