Xavi að taka við Spáni?

Xavi Hernández í leik með spænska landsliðinu.
Xavi Hernández í leik með spænska landsliðinu. PIERRE-PHILIPPE MARCOU

Spænska sjónvarpsstöðin Cuatro orðar í dag Xavi Hernández við starf landsliðsþjálfara Spánar í knattspyrnu. Xavi er einn af þeim sem þykir líklegastur til að taka við starfinu ásamt Quique Sánchez Flores, Míchel og Luis Enrique. Spánverjar hafa verið án varanlegs landsliðþjálfara síðan Julen Lopetegui var rekinn nokkrum dögum fyrir heimsmeistaramót. 

Xavi sem er af mörgum talinn einn besti miðjumaður allra tíma spilar núna með Al-Sadd í Katar. Í nóvember árið 2017 sagðist Xavi sjá fyrir sér að hann færi út í þjálfun í náinni framtíð: 

„Ég er meðvitaður um að ég finn meira fyrir þreytu og er lengur að jafna mig eftir leiki en áður. Þetta verður að öllum líkindum mitt síðasta ár sem leikmaður. Markmið mitt er að fá þjálfararéttindi á næsta ári og verða þjálfari.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert