Barátta Kane og Lukaku?

Harry Kane hefur skorað sex mörk á HM.
Harry Kane hefur skorað sex mörk á HM. AFP

Englendingurinn Harry Kane og Belginn Romelu Lukaku eru þeir leikmenn sem eiga mesta möguleika á að hreppa markakóngstitilinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi.

*Kane er markahæsti leikmaður mótsins með 6 mörk og leikur með Englandi gegn Svíþjóð í átta liða úrslitunum á laugardag.

*Lukaku er með 4 mörk í öðru sæti og leikur með Belgíu gegn Brasilíu í átta liða úrslitunum annað kvöld.

*Cristiano Ronaldo skoraði 4 mörk fyrir Portúgal en lið hans hefur lokið keppni og er farið heim.

*Rússarnir Artem Dzjuba og Denis Tsjerishev hafa gert 3 mörk hvor og mæta Króötum í átta liða úrslitum á laugardaginn.

*Kylian Mbappé hefur skorað 3 mörk fyrir Frakka sem mæta Úrúgvæ í fyrsta leik átta liða úrslitanna á morgun.

*Edinson Cavani hefur skorað 3 mörk fyrir Úrúgvæ en tvísýnt er hvort hann spilar gegn Frökkum vegna meiðsla.

Þá hafa kólumbíski miðvörðurinn Yerri Mina og spænski framherjinn Diego Costa skorað 3 mörk hvor en þeir hafa báðir lokið keppni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »