Hættur eftir dapran árangur á HM

Óscar Ramírez er atvinnulaus.
Óscar Ramírez er atvinnulaus. AFP

Óscar Ramírez heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari karlaliðs Kostaríka í fótbolta, þar sem árangur liðsins á HM í Rússlandi þótti heldur dapur.

Kostaríka fór alla leið í átta liða úrslit á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum, en liðið fékk aðeins eitt stig í E-riðli í ár og féll úr leik. Kostaríka tapaði fyrir Serbíu og Brasilíu og gerði svo 2:2-jafntefli við Sviss. 

Rodolfo Villalobos, forseti knattspyrnusambands Kostaríka, sagði á fréttamannafundi í dag að markmiðið væri að taka þátt á HM í Katar eftir fjögur ár, en til þess þyrfti nýjan landsliðsþjálfara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert