Neymar hefur eytt 14 mínútum í grasinu

Neymar hefur eytt 13 mínútum og 50 sekúndum liggjandi á …
Neymar hefur eytt 13 mínútum og 50 sekúndum liggjandi á jörðinni samkvæmt mælingum svissnesku sjónvarpsstöðvarinnar RTS. AFP

Svissneska sjónvarpsstöðin RTS hefur mælt þann tíma sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur eytt liggjandi á jörðinni, en Neymar hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir leikaraskap á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Niðurstaðan er 13 mínútur og 50 sekúndur.

Í átta liða úrslitum í leiknum gegn Mexíkó eyddi Neymar 5 mínútum og 29 sekúndum á jörðinni. Í riðlakeppninni eyddi hann 1 mínútu og 56 sekúndum á móti Serbíu, 3 mínútum og 40 sekúndum á móti Sviss og 2 mínútum og 45 sekúndum á móti Kostaríka.

Neymar hefur sjálfur neitað að um leikaraskap sé að ræða. Hann segist einfaldlega finna fyrir sársauka. Ronaldo hefur einnig komið Neymar til varnar og segir að hann sé að verja sig þegar hann er sparkaður niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert