Cavani meiddur og ekki með gegn Frökkum

Edinson Cavani.
Edinson Cavani. AFP

Edinson Cavani, sóknarmaðurinn frábæri í liði Úrúgvæa, er meiddur og leikur ekki með Úrúgvæum í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitunum á HM í knattspyrnu en flautað verður til leiks í Novgorod klukkan 14.

Cavani meiddist á kálfa í leiknum gegn Portúgölum í 16-liða úrslitunum þar sem hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2:1 sigri gegn Evrópumeisturunum.

mbl.is