Danilo úr leik á HM

Danilo í leiknum gegn Svisslendingum.
Danilo í leiknum gegn Svisslendingum. AFP

Brasilíski bakvörðurinn Danilo leikur ekki meira með Brasilíumönnum á heimsmeistaramótinu en Brasilía mætir Belgíu í átta liða úrslitunum í Kazan í Rússlandi í kvöld.

Danilo, sem leikur með Manchester City, meiddist á ökkla á æfingu brasilíska landsliðsins í gær. Liðbönd í ökkla leikmannsins sködduðust og nú er ljóst að hann tekur ekki frekar þátt í mótinu.

Danilo lék fyrsta leik Brasilíumanna gegn Svisslendingum á HM en kom ekkert við sögu í hinum tveimur leikjunum í riðlakeppninni né í leiknum í 16-liða úrslitunum vegna tognunar í læri. Hann var búinn að jafna sig af þeim en meiddist svo á ökklanum á æfingu Brassanna í Kazan í gær.

mbl.is