Eitt af þessum fjórum í úrslitaleik

Marcelo er búinn að jafna sig af meiðslum og verður …
Marcelo er búinn að jafna sig af meiðslum og verður í byrjunarliði Brasilíu gegn Belgíu í kvöld. AFP

Úrúgvæ, Frakkland, Brasilía og Belgía. Þetta eru fjögur af þeim átta liðum sem eiga enn möguleika á heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu en ljóst er að aðeins eitt þeirra kemst í sjálfan úrslitaleikinn.

Í dag kemur í ljós hver þeirra eiga áfram möguleika á því þegar þau mætast í tveimur fyrri viðureignum undanúrslitanna.

Úrúgvæ mætir Frakklandi í Nizhní Novgorod klukkan 14 og Brasilía mætir Belgíu í Kazan klukkan 18. Sigurliðin úr þessum leikjum mætast síðan í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið.

Tite, þjálfari Brasilíu, tilkynnti byrjunarlið sitt gegn Belgum í gær en bakvörðurinn Marcelo kemur inn í liðið á ný eftir meiðsli og Fernandinho kemur í staðinn fyrir Casemiro sem tekur út leikbann. Óvíst er hvort Edinson Cavani nái að leika með Úrúgvæ gegn Frökkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert