Eitt af þessum fjórum í úrslitaleik

Marcelo er búinn að jafna sig af meiðslum og verður ...
Marcelo er búinn að jafna sig af meiðslum og verður í byrjunarliði Brasilíu gegn Belgíu í kvöld. AFP

Úrúgvæ, Frakkland, Brasilía og Belgía. Þetta eru fjögur af þeim átta liðum sem eiga enn möguleika á heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu en ljóst er að aðeins eitt þeirra kemst í sjálfan úrslitaleikinn.

Í dag kemur í ljós hver þeirra eiga áfram möguleika á því þegar þau mætast í tveimur fyrri viðureignum undanúrslitanna.

Úrúgvæ mætir Frakklandi í Nizhní Novgorod klukkan 14 og Brasilía mætir Belgíu í Kazan klukkan 18. Sigurliðin úr þessum leikjum mætast síðan í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið.

Tite, þjálfari Brasilíu, tilkynnti byrjunarlið sitt gegn Belgum í gær en bakvörðurinn Marcelo kemur inn í liðið á ný eftir meiðsli og Fernandinho kemur í staðinn fyrir Casemiro sem tekur út leikbann. Óvíst er hvort Edinson Cavani nái að leika með Úrúgvæ gegn Frökkum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »