Króatar færðir til vegna úrhellisrigningar

Leikmenn króatíska landsliðsins við æfingar.
Leikmenn króatíska landsliðsins við æfingar. AFP

Úrhellisrigning í Sotsjí, þar sem Króatar hafa æfingabúðir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hefur set strik í reikninginn hjá liðshópnum sem hefur þurft að færa sig um set vegna veðursins.veðursins.

Króatar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir leikinn gegn gestgjöfum Rússlands í 8-liða úrslitunum á morgun en þeir þurftu fyrr í dag að færa sig um set frá svæði sínu í Adler í Sotsjí. Nýjar bækistöðvar liðsins eru nær Fisht-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram.

mbl.is