Liðsfélagi Íslendinganna féll á lyfjaprófi

Saeid Ezatolahi í leik með Írönum gegn Portúgölum á HM.
Saeid Ezatolahi í leik með Írönum gegn Portúgölum á HM. AFP

Fregnir frá Rússlandi herma að fyrsti leikmaðurinn á HM í knattspyrnu í Rússlandi hafi fallið á lyfjaprófi.

Umræddur leikmaður er íranski miðjumaðurinn Saeid Ezatolahi sem þótti vera besti leikmaður Írana á heimsmeistaramótinu. Rússneski miðillinn Mutko Protiv greinir frá þessu og segir að sýni sem tekið var af Ezatolahi hafi mælst jákvætt. Ezatolahi var í leikbanni í fyrsta leik Írana á HM en lék allan tímann í leikjunum á móti Spánverjum og Portúgölum.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ekki tjáð sig um málið en beðið er eftir niðurstöðu á B-sýni.

Ezatolahi er 21 árs gamall og á að baki 27 leiki með íranska landsliðinu. Hann leikur með rússneska liðinu Rostov og er þar liðsfélagi landsliðsmannanna Ragnars Sigurðssonar, Sverris Inga Ingasonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert