Liverpool reynir við Dybala

Paulo Dybala.
Paulo Dybala. AFP

Fregnir frá Ítalíu herma að Liverpool hafi kannað möguleika á að fá argentínska sóknarmanninn Paulo Dybala til liðs við sig frá Ítalíumeisturum Juventus.

Juventus er á höttunum eftir Cristiano Ronaldo frá Evrópumeisturum Real Madrid og herma heimildir að stutt sé í að samningar náist um félagaskiptin á milli félaganna. Fari Ronaldo til Real Madrid er líklegt að Dybala fái að yfirgefa Juventus.

Dybala er 24 ára gamall og skoraði 26 mörk og átti sjö stoðsendingar í þeim 46 leikjum sem hann lék með Juventus á síðustu leiktíð.

mbl.is