Öflugir Belgar leika til undanúrslita

Kevin De Bruyne fagnar marki sínu í Kazan í kvöld.
Kevin De Bruyne fagnar marki sínu í Kazan í kvöld. AFP

Belgía leikur til undanúrslita á heimsmeistaramótinu eftir 2:1-sigur á Brasilíu í Kazan í Rússlandi í kvöld.

Belgar fóru af stað með látum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Það fyrsta reyndist sjálfsmark er Fernandinho skallaði boltann í eigið net eftir hornspyrnu Nacer Chadli á 13. mínútu. Á þeirri 31. var svo staðan 2:0 eftir bylmingsskot Kevin de Bruyne í fjærhornið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku upp miðjan völlinn.

Brasilíu tókst að minnka muninn á 76. mínútu eftir að Renato Augusto stýrði boltanum í hornið með skalla eftir góða fyrirgjöf Philippe Coutinho en nær komust þeir ekki. Það eru því Belgar sem mæta Frökkum í undanúrslitunum en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem þeir komast svo langt.

Brasilía er aftur á móti á heimleið og jafnframt síðasta landið utan Evrópu til að gera það. Belgar og Frakkar mætast í evrópskum undanúrslitaleik og á morgun keppa Króatar við Rússa og Englendingar við Svía um sæti í hinum leiknum.

Brasilía 1:2 Belgía opna loka
90. mín. Neymar (Brasilía) á skot sem er varið Frábært skot, frábær markvarsla!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert