Dreymir um að mæta Mbappé aftur

Franski táningurinn Kylian Mbappé hefur farið á kostum á HM í knattspynu sem fram fer í Rússlandi. Hann fæddist í París 20. desember 1998 og ólst upp í Bondy, úthverfi í norðausturhluta Parísar. Hann var strax frá unga aldri yfirburðaleikmaður.

„Þegar hann kom hingað spilaði hann með föður sínum og stundum æfði ég með þeim til að hjálpa honum að æfa spyrnutæknina,“ segir Adama Wagui, markvörður hjá AS Bondy, við AFP. Faðir Mbappé, Wilfried Mbappé, þjálfaði krakka og táninga hjá liðinu.

Miklu betri en hinir krakkarnir

Annar þjálfari liðsins sagðist hafa tekið eftir því strax þegar Kylian var sex ára gamall að hann væri gríðarlega hæfileikaríkur. 

„Hann gat gert miklu meira en hinir krakkarnir. Hann var þá þegar frábær að rekja boltann og var miklu fljótari að hlaupa en aðrir. Hann er besti leikmaður sem ég hef þjálfað, ég hef aldrei séð jafnhæfileikaríkan leikmann,“ sagði þjálfarinn Antonio Riccardi.

Mbappé varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora tvö mörk eða meira í útsláttarkeppni HM síðan bras­il­íska goðsögn­in Pelé gerði það síðast árið 1958. Hann hefur skorað þrjú mörk á mótinu en Frakkar mæta Belgum í undanúrslitum á þriðjudag í Pétursborg.

Hefur hann bætt sig eitthvað?

Knattspyrna er meira en leið til að drepa tímann í Bondy; hún getur líka verið leið fyrir þá bestu úr fátæktinni. Þrátt fyrir að Mbappé sé mörg þúsund kílómetra í burtu í Rússlandi veit Wagui að draumurinn um velgengi er ekki svo fjarlægur. 

Fjöldi bikara í herbergi foreldra hans sína fram á að hann á framtíðina fyrir sér en Wagui býr ásamt foreldrum sínum og sex systkinum í lítilli íbúð. „Ég væri til að mæta Mbappé aftur á vellinum og sjá hvort hann hafi bætt sig eitthvað!“ sagði Wagui.

Kylian Mbappe fagnar eftir að hann skoraði annað af tveimur …
Kylian Mbappe fagnar eftir að hann skoraði annað af tveimur mörkum sínum gegn Argentínu í 16-liða úrslitum HM. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert