Englendingar í undanúrslitin

England er komið áfram í undanúrslit á HM í Rússlandi eftir öruggan sigur á Svíþjóð, 2:0, í Samara í dag. Harry Maguire kom Englandi yfir á 30. mínútu og Dele Alli bætti við öðru marki á 58. mínútu og þar við sat. 

Englendingar voru betri aðilinn allan leikinn og var sigurinn verðskuldaður. Svíar fengu sín tækifæri en Jordan Pickford stóð vaktina vel í marki Englendinga, sem héldu hreinu í fyrsta skipti á mótinu. England mætir Rússum eða Króötum í undanúrslitum. 

England komst síðast í undanúrslitin árið 1990 á Ítalíu og því um mikið afrek að ræða hjá þessari miklu knattspyrnuþjóð. 

Dele Alli kemur Englendingum í 2:0.
Dele Alli kemur Englendingum í 2:0. AFP
Svíþjóð 0:2 England opna loka
90. mín. Ludwig Augustinsson (Svíþjóð) á skot framhjá Úr aukaspyrnu á stórhættulegum stað en þessi bolti fer hátt yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert