Erfitt að halda væntingunum niðri

Gareth Southgate fylgist með sínum mönnum í dag.
Gareth Southgate fylgist með sínum mönnum í dag. AFP

„Ég hafði áhyggjur af þessum leik fyrr í vikunni því leikurinn á móti Kólumbíu tók mikla orku,“ sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari karlaliðs Englands í fótbolta, eftir 2:0-sigur á Svíum í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. 

Southgate var ánægður með spilamennsku síns liðs og hrósaði hann Jordan Pickford í markinu sérstaklega, en hann varði nokkrum sinnum mjög vel. 

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, við réðum vel við það sem þeir reyndu og þar fyrir aftan vorum við með frábæran markmann. Við sköpuðum góð færi, á móti góðum andstæðingi.“

Stuðningsmenn Englands eru byrjaðir að trúa því að liðið geti orðið heimsmeistari og er pressan heima frá mikil. 

„Það verður erfitt að halda væntingunum niðri, því það er mikil pressa á okkur. Við erum hins vegar með góðan hóp, bæði í byrjunarliðinu og þá sem hafa minna spilað, sagði Southgate að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert