Hierro er hættur

Fernando Hierro.
Fernando Hierro. AFP

Fernando Hierro er hættur störfum hjá spænska knattspyrnusambandinu en frá þessu var greint í morgun.

Hierro starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja á HM í Rússlandi var hann ráðinn tímabundið í starf landsliðsþjálfara eftir að Julen Lopetegui var látinn taka poka sinn. Hann hafði nýtekið við þjálfun Evrópumeistara Real Madrid og tók við því starfi án þess að greina forráðamönnum spænska knattspyrnusambandsins frá því.

Undir stjórn Hierro féllu Spánverjar úr leik í 16-liða úrslitunum á HM eftir að hafa tapað fyrir gestgjöfum Rússa í vítaspyrnukeppni.

Í tilkynningu frá spænska knattspyrnusambandinu segir að Hierro hafi hafnað því að taka við fyrra starfi sínu og hyggst sækjast eftir nýrri áskorun.

mbl.is