Pabbinn vill að hann hætti í landsliðinu

Mesut Özil.
Mesut Özil. AFP

Ekki eru allir feður knattspyrnumanna á eitt sáttir með þátttöku afkvæma sinna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Á meðan aðrir voru óánægðir með að synirnir voru ekki valdir í landsliðshóp er einn sem vill að sonurinn leggi landsliðsskóna á hilluna eftir mótið.

Mesut Özil átti ekki sérlega góðu móti að fagna, sem og allt þýska landsliðið, enda mætti hópurinn til Rússlands til að verja heimsmeistaratitilinn sjálfan en var að lokum sendur heim eftir riðlakeppnina. Nú vill faðir Özil að hann hætti með landsliðinu eftir að hafa verið gerður að blóraböggli fyrir afleita frammistöðu liðsins.

Það hjálpaði ekki Özil að hann var ljósmyndaður fyrir mótið með Tyrklandsforseta, Tayyip Erdogan, sem varð til þess að margir efuðustu um hollustu hans í garð Þýskalands en hann er ættaður frá Tyrklandi en fæddur í Þýskalandi.

„Hann hefur spilað fyrir Þýskaland í níu ár, hann varð heimsmeistari með Þýskalandi!“ sagði pabbinn Mustafa Özil.

„En þegar við töpum er það Özil að kenna, hann hefur verið gerður að blóraböggli og ég skil vel að hann er sár. Ef ég væri hann myndi ég hætta, en það er mín persónulega skoðun,“ sagði Özil eldri að lokum.

Mesut Özil við heimkomuna til Þýskalands eftir dapurt gengi á …
Mesut Özil við heimkomuna til Þýskalands eftir dapurt gengi á HM. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert