Telur að Ronaldo verði áfram í Madrid

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric sem í gærkvöld tryggði sér sæti í undanúrslitunum á HM ásamt félögum sínum telur að Cristiano Ronaldo haldi kyrru fyrir hjá Real Madrid.

Ronaldo hefur sterklega verið orðaður við Juventus og fregnir hafa hermt að stutt sé í að hann gangi í raðir Ítalíumeistaranna.

„Ég held að hann fari ekki og ég vil sjá hann vera áfram hjá Real Madrid því hann er besti fótboltamaður í heimi. Það er mín tilfinning að hann verði áfram leikmaður Real Madrid,“ sagði Modric við fréttamenn eftir sigurinn gegn Rússum á HM í gærkvöld.

mbl.is