Vida sleppur við leikbann

Domagoj Vida slapp við leikbann.
Domagoj Vida slapp við leikbann. AFP

Domagoj Vida, leikmaður króatíska landsliðsins í knattspyrnu, sleppur við leikbann eftir að hafa haft uppi pólitísk ummæli eftir leik Króatíu og Rússlands á heimsmeistaramótinu í gærkvöldi. Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur komist að þessari niðurstöðu.

Vida kallaði meðal annars „Lifi Úkraína!“ eftir leikinn en illt er á milli Rúss­lands og Úkraínu; Rúss­ar innlimuðu Krímskaga en yf­ir­völd í Úkraínu viður­kenna það ekki.

Póli­tísk skila­boð eru með öllu bönnuð samkvæmt agalögum FIFA en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðvara Vida að þessu sinni.

mbl.is